mánudagur, maí 12, 2003
0 Comments:
Post a Comment
Bloggið hér á undan er örugglega ekki eftir mig. Er það kannski eftir Magnús.. nú eða Höskuld?
Helgin var gleðileg. Þótt ég sé í prófum var ekki halduð aftur af sér í gleðinni, enda kosningahelgi og þannig helgar eru bara einu sinni á ári... hmm.
Laugardagurinn byrjaði í þynnku þeirrar tegundar sem stillir strengi hláturs og gleði fullkomlega við hljómbotn sálartetursins og allur heimurinn tekur undir í spilverki sem aðeins þeir sem hafa hreint hjarta geta greint. Ég og sambýlismaður minn, hann
Hjörtur, hlupum út í góða veðrið, æpandi af fryggð. Við snæddum morgunverð á Asíu með
Steini frænda og fórum svo á útskriftar sýningu listaháskólanema. Þar var mikið um dýrðir. Frumleiki og sköpunargleði hinna upprennandi listamanna innblés okkur félagana sterkari trú á mátt andans. Ringlaðir af eldmóði og andans upplyftingu óðum við heim í kotið okkar til að elda kvöldmat. Hjörtur og Steinn voru víst orðnir eitthvað þreyttir því þeir steinsváfu á meðan Gullið þeirra eldaði handa þeim ilmandi vorrúllur og bar á borð með rauðvíni af bestu gerð. Við hljótum að hafa drukkið heldur mikið með matnum því stuttu síðar vorum við roknir í partí útum allan bæ. Fyrst til Oddvars, hvar við dilluðum okkur við ljúfa tóna Justins Timberlake, og svo í gítarpartí á Tryggvó. Algleymisgleði áfengisvímunnar breiddi faðm sinn mót okkur sauðdrukknum prökkurunum og vaggaði okkur undurblítt þar til við sofnuðum í örmum hennar, blautir og titrandi.