Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, mars 13, 2008
já, þannig fór það. Hrafnhildur vissi svarið því hún er svo fjári glögg, enda barn foreldra sinna, eins og við reyndar öll, nema kannski Jesú sem var eingetinn að sögn. trúi því hver sem vill. en það var ekki ætlun mín að masa hér um allt og ekki neitt (þó tókst mér að ræða vitsmuni frænku minnar og fjölskylduhagi frelsarans í einni og sömu setningunni!). þið viljið fleiri getraunir, er það ekki?

gott og vel. hver er (blökku)maðurinn?


-- Skreif Gulli kl.15:46 -- 6 Komment


miðvikudagur, mars 12, 2008
hmmm.. þorir enginn annar að giska?

þetta er sumsé stúlka um þrítugt, fædd á Bretlandseyjum,
afar fræg.

fleiri ágiskanir, fleiri vísbendingar.

-- Skreif Gulli kl.13:20 -- 2 Komment


þriðjudagur, mars 11, 2008
jæja, hér er smá getraun handa ykkur að rembast við.
hver er þar?


-- Skreif Gulli kl.15:53 -- 2 Komment


föstudagur, mars 07, 2008
brjálaði maðurinn á bókhlöðunni - þessi gamli með gleraugun - situr við tölvu skammt frá mér. ég tók ekki eftir honum fyrr en hann rauf hina heilögu bókasafnsþögn með skammarræðu yfir einhverjum ímynduðum einstaklingi. 'Það er nefnilega vandamálið!' hrópaði hann að lokum, þagnaði svo og horfði lengi í gaupnir sér. eitt augnablik hélt ég að hann væri sofnaður, en þá dró hann reiknitölvu upp úr frakkavasa sínum og sökkti sér, að því er virtist, í flókna útreikninga.
ég geri ráð fyrir að niðurstöðurnar hafi verið jafnfjarri raunveruleikanum og viðmælandi hans stundinni áður.

-- Skreif Gulli kl.17:12 -- 3 Komment