Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, september 19, 2008
ég sat áðan á bókhlöðunni og blaðaði í sakleysi mínu og af meðfæddum fróðleiksþorsta í ritgerð Idu nokkurrar Larsson um núliðna tíð í germönskum málum. kannski ekki í frásögu færandi; ósköp venjulegur föstudagur í lífi ykkar heittelskaða: minna um vinnu; meira um fánýtt dundur og fræðilegar hugleiðingar. nema hvað að þar sem ég renni augunum yfir blaðsíðu 207 rekst ég á tilvitnun í mig sjálfan! þar eru tekin nokkur dæmi um núliðna tíð í íslensku og setningin í d-lið er tekin af þessari bloggsíðu! ég tek það fram að ég þekki ekkert til þessarar konu og hún líklega ekkert til mín, þótt við séum kollegar í vissum skilningi. hér er því, að því er ég best veit, um hreina tilviljun að ræða, eða e.t.v. vélráð örlaganna.

þið getið séð þetta sjálf með því að smella HÉR. skoðið d-lið á bls. 207.

-- Skreif Gulli kl.13:01 -- 3 Komment


fimmtudagur, september 18, 2008
nú hafa vindar bloggauðnarinnar fengið að gnauða nógu lengi. ég held það sé kominn tími á ofurlitla getraun.

hvað skyldi hann heita, ungi maðurinn á myndinni?


hingað kemur auðvitað ekki sála lengur, svo þessi getraun er svolítið eins og tréð sem fellur í skóginum.

hefur hún þá svar?

-- Skreif Gulli kl.15:52 -- 2 Komment