Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Jú, þetta er alveg rétt hjá meistara Einari. Sveppagreifinn kallst þessi fýr og það eiga allir að kannast við hann sem gaman hafa af sögunum um Sval og Val.
eitt vandamál þó: ég þekki a.m.k. þrjá Einara og er ekki alveg viss hver þeirra það var sem hér bar sigur af hólmi, en sé það sá Einar sem ég held, þá vil ég óska honum til hamingju með nýja strákinn. það hlýtur að vera góð tilfinning að eignast son og vinna stuttu síðar blogggetraun Guðlaugs.
lífið brosir við þér Einar, ef þetta ert þá þú.

-- Skreif Gulli kl.12:57 -- 0 Komment


þriðjudagur, júlí 25, 2006
jæja. þennan hljótið þið að þekkja.

-- Skreif Gulli kl.16:39 -- 0 Komment


mánudagur, júlí 24, 2006
djöfulsins bílastæðasjóður. ég hef tekið yfirvegaða ákvörðun um að skalla næsta stöðumælavörð sem verður á mínum vegi. ekki af því að ég hata hann og ekki til að hefna mín á honum, heldur vegna þess að einhver þarf að rísa upp gegn þessum þjófóttu pöddum.
þessum slímugu möðkum.


þessum viðbjóðslegu skítseyðum.

-- Skreif Gulli kl.16:06 -- 0 Komment


föstudagur, júlí 14, 2006
ég bauð Tótu og Pésa og glænýja frænda heim til mín í vöfflur og spil um daginn. það var voða huggulegt og ég skemmti mér konunglega og stóð í þeirri meiningu að gestirnir gerðu það líka. myndirnar frá boðinu segja hinsvegar aðra sögu.


eins og þið sjáið er ég öldungis grandalaus um hatursfullt augnarráð frænku minnar.

-- Skreif Gulli kl.14:41 -- 0 Komment


miðvikudagur, júlí 12, 2006
Jah, ég get svo svariða! Svanhvít svaraði bara getrauninni eins og ekkert væri auðveldara. Og ég sem var farinn að örvænta. Það er náttúrulega lítið gaman að getraunum sem enginn ræður við, og enginn hefur gaman að bloggurum sem aldrei blogga, svo ég tali nú ekki um börn sem aldrei verða menn. hver hefur gaman að þeim?
þessvegna er getraunin í dag bæði létt og löðurmannleg. sniðin fyrir ykkur löðurmennin, lesendur þessa bloggs.

löðurmenni h. (15. öld) 'kraflítill maður, vesalmenni, skræfa; ódrengur.' E.t.v. sk. löðrungur og leðja
-Íslensk Orðsyfjabók

-- Skreif Gulli kl.11:40 -- 0 Komment