Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, apríl 27, 2006
nei nei nei! hvað var ég að hugsa eiginlega. hann er líklega ekki til í þessum heimi, sá maður sem fær ráðið getraunina hér að neðan. þessa í síðustu færslu. a.m.k. ekki alla þrjá liði hennar. nema kannski ef mamma og pabbi sameinuðust í eina vitund. einn gaur. móðir mín þekkir nefnilega hafsjó af kvæðum og pabbi hefur staðgóða þekkingu á vísindasögunni. saman gætu þau sigrað heiminn!
hvað er ég að segja.
þau sigra heimin á hverjum degi, þau gömlu, með óendanlegri þekkingu sinni og hyggjuviti.
og hér sit ég; skilgetið afkvæmi þessara ofurmenna og get ekki kúkað út úr mér einni ómerkilegri ritgerð.

-- Skreif Gulli kl.11:56 -- 0 Komment


miðvikudagur, apríl 26, 2006
Jimmy Page var það og vegna skjótra viðbragða hins ókunna en stórhuga Jóhannesar fáið þið hér annað andlit að rýna í í glænýrri getraun, númer tvö í dag. ég held að enginn muni ráða hana þessa.
ég get því stundað mín ritgerðarskrif í rólegheitum meðan þið klórið ykkar klóka haus, kímið og mælið ráðalaus: hver mun þessi maður? og kannist ekki við neitt.
(í færslunni eru líka vísanir í tvær vísur. eftir hverja eru þessar vísur, hvað heita þær og hverjir þýða?)

-- Skreif Gulli kl.18:59 -- 0 Komment


jæja. áfram með þessa helvítis getraun. það var snillingurinn hann Einar Björn sem réði hana síðast. ótrúlegur alveg, hann Einar.

veit einhver hver þetta er?

-- Skreif Gulli kl.10:04 -- 0 Komment


sunnudagur, apríl 23, 2006
já. þeir koma og fara í sífellu, þessir kátu dagar, og ég veit ekki hvað það er að lifa sparsamlega; vaki um nætur og sef fram eftir degi. afmælisdagurinn var fljótur að sökkva í kviksyndi þess liðna, jafnvel afmæli Tótu frænku er horfið í þetta sama dý. það var í gær. og nú er ég kominn með þetta helvítis lag á heilann -það sem ég vísaði í hér í byrjun. hei, hvernig var annars fiskisúpan? fóruði á fyllerí? mér tókst að týna símanum mínum í Gróttu og gat ekki haft samband við neinn. þurfti meira að segja að fletta upp númerinu hjá kærustunni því maður man þessar tölur ekki stundinni lengur.
svoneretta.

-- Skreif Gulli kl.17:12 -- 0 Komment


miðvikudagur, apríl 19, 2006
svo rann hann skyndilega upp, afmælisdagurinn, án þess að gera boð á undan sér. hann er í dag. ég vissi sosum alltaf að þetta færi að skella á, en gerði einhvernveginn ekki ráð fyrir honum svona fljótt. vaknaði bara í morgun með símann fullan af hamingjuóskum og enn eitt árið á herðunum. þetta tuttugastaogsjöunda tekur aðeins í hnén. maður er ekkert unglamb lengur.
kveðjurnar frá ykkur hafa þó létt mér burðinn í dag.
hvað ætliði svo að gera fyrir mig á morgun?

-- Skreif Gulli kl.19:19 -- 0 Komment