Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, desember 07, 2005
áfram krota ég. dansað við dauðann heitir þetta verk. sköpunargleðin ætlar mig lifandi að drepa. spurning hvort maður föndri ekki bara myndir handa vinum sínum í stað þess að gefa þeim rándýrar jólagjafir.

jæja, lærðu nú Guðlaugur.
lærðu eða deyðu.

-- Skreif Gulli kl.13:03 -- 0 Komment



krotaði þessa mynd hérna af því ég nennti ekki að skrifa neitt. morguninn hefur farið í að yfirlesa eitt lengsta tímarit sem ég hef lesið. vonandi að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi þegar þar að kemur. ég ætla að reyna að vera duglegur í dag og kíkja svo á tónleika á Gauknum í kvöld. strákarnir í Shadow Parade munu þar leika ljúfar melódíur og ég kannski renni niður einum bjór með hrifningartár á vanga.

-- Skreif Gulli kl.11:59 -- 0 Komment


fimmtudagur, desember 01, 2005
ég vaknaði einhverntíma eldsnemma í morgun, á sama tíma og Obba sem þurfti að mæta í skólann. sjálfur hafði ég engum skyldum að gegna og á meðan hún raðaði syfjuð í skólatöskuna sína glamraði ég á gítarinn í brókunum einum klæða. þegar hún var horfin úr íbúðinni setti ég svo plötu á fóninn og eldaði mér hafragraut, rúsínulausan. þær kláruðust nefnilega í fyrradag og kaupmaðurinn á horninu opnar ekki fyrr en níu -þetta var eldsnemma sjáiði til, eins og ég sagði áðan. grauturinn varð því ekki eins góður og hann hefði getað orðið en mikið djöfulli var veðrið yndislegt í miðbænum, afsakið orðbragðið. stillt og hlýtt og allir í góðu skapi. stelpan sem ber út bóstinn brosti meira að segja og veifaði til mín. líklega fór hún eitthvað mannavillt því svo roðnaði hún og stakk höfðinu ofan í bréfapokan sinn áður en mér gafst færi á að heilsa. ég leit í einn kaffibolla á Tíu dropum með Þrándi og keypti mér svo jakkaföt í Rauða krossinum áður en ég kom hingað í tölvustofuna í Árnagarði til að læra.. kominn tími til.

-- Skreif Gulli kl.12:18 -- 0 Komment