Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, mars 29, 2006
smá meira google-grín..

kíkið líka á heimasíðuna.
hún er æði.

-- Skreif Gulli kl.19:10 -- 0 Komment


þriðjudagur, mars 28, 2006
ég átti að hitta hér mann klukkan hálf þrjú og var því hingað mættur eins tímanlega og mér er unnt. en þá var maðurinn ekki á staðnum! kannski eitthvað hafi komið uppá. kannski hann hafi reynt að hringja í mig til að afturkalla fundinn. tilkynna loforðasvikin símleiðis. það þykir fínt. en ég hef engan síma og get ekki tekið við slíkum tilkynningum. verð bara að standa við mitt og mæta þangað sem ég hef lofað í þeirri veiku von að mínir samferðamenn sýni sömu orðheldni; sýni mér viðlíka virðingu og ég sýni þeim. en því er víst ekki að sælda. auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, segja þeir. það er hætt við því að ég endi æfina blindur og tannlaus fyrst einungis misgjörðir mínar eru goldnar í sömu mynt.
en ég er sumsé símalaus. ég gruna Þorbjörgu um að hafa tekið hann, í misgripum líklega, þegar hún skakklappaðist út úr íbúðinni, skelþunn um hádegisbil. hún kom heim nokkru eftir miðnætti í gær, pöddufull og með halarófu af ölvuðum leiklistanemum á eftir sér. ég sat þá berháttaður uppí rúmi og las í bók. hjálpaðu mér nú að tengja græjurnar Gummi minn, kallaði hún til mín hátt og þvoglumælt, nú verður sko dansað! ég var ekkert að kippa mér upp við þetta nafnarugl heldur vatt mér fram úr, kastaði kveðju á hina verðandi leikara og skellti plötu á fóninn, bað alla að láta eins og heima hjá sér. að því búnu hélt ég aftur inn í svefnherbergi. Þorbjörg lá þá sofandi í rúminu og gerði sig ekki líklega til að sinna gestum sínum meir. ekki voru þetta mínir vinir og ég ákvað að setjast við hlið hennar og halda áfram lestrinum. óbilandi trú mín á gæsku mannsins og náungakærleik olli því svo að ég sofnaði rólegur undir þægilegu skvaldri utan úr stofu með hina fögru stúlku mér við hlið.
þegar ég svo fór á fætur var íbúðin mannlaus og símann minn hvergi að finna. ilminn af opnum bjórdósum og hálffullum rauðvínsglösum lagði um stofuna. andrúmsloftið minnti mig á piparsveinaár mín og ég maulaði kornflexið mitt í hálfgerðri nostalgíuleiðslu, lét það svo eftir mér að reykja eina sígarettu á leiðinni í skólann.

-- Skreif Gulli kl.14:55 -- 0 Komment


mánudagur, mars 27, 2006
mér leiddist eitthvað og gúglaði nafninu mínu. aftur. fann þennan gamla máv.

aumingja kallinn, langar mann til að segja og strjúka hendi yfir lúsugt bakið.

-- Skreif Gulli kl.20:25 -- 0 Komment


mér sýnist bloggfang Hugleiks nú vera í eigu amerískrar húsmóður með áhuga á ljósmyndun.

-- Skreif Gulli kl.19:44 -- 0 Komment


fyrir neðan mig bylur bassatromma í óstöðvandi taktfestu. skekur gólfið. ég sit hokinn við tölvu mína og í stað þess að læra rápa ég um veraldarvefinn og föndra atvinnuumsóknir. stend upp annað slagið til að laga mér te eða til að gutla á gítarinn. inni í eldhúsi kraumar grjónagrautur í stórum potti.
slík er mín verund, föst í viðjum veruleikans. ekkert til sem heitir frelsi.

hefur aldrei verið

-- Skreif Gulli kl.17:51 -- 0 Komment


fimmtudagur, mars 23, 2006
á hæðinni fyrir neðan mig býr ófríður táningspiltur með afleitan tónlistarsmekk og allt of öflugar græjur. þegar ég vakna á morgnana nötrar gólfið undan þessum óskapnaði sem hann hlustar á; og það er ekki þetta dæmigerða r&b eða rapp heldur einhver júrópopp-viðbjóður sem hann hlýtur að hafa fundið á Pottþétt Reif disk frá árinu 94. nema það hafi verið gefinn út safndiskurinn Worst of the 90s. svona tónlist spiluðu þeir í tívolíinu við höfnina á sínum tíma, feitu, bresku nauðgararnir, og stelpurnar í kraftgöllunum með landabrúsana leyfðu þeim að svívirða sig fyrir miða í klessubílana.

ég vermi mér við minningarnar.

-- Skreif Gulli kl.13:55 -- 0 Komment


föstudagur, mars 17, 2006
ég hlýt að hafa gert einhvern skandal. mér er nefnilega meinaður aðgangur að minni eigin bloggsíðu. það verður vonandi ekki til frambúðar.

-- Skreif Gulli kl.12:00 -- 0 Komment


fimmtudagur, mars 16, 2006
sjónvarpsstöðin BBC sýndi um daginn þátt um það hvernig auka megi gáfur sínar. samkvæmt þáttastjórnendum er galdurinn fólginn í að taka strætó í vinnuna, baða sig með lokuð augu og tala við ókunnuga, bursta tennurnar með vinstri hendi og fara í göngutúr. þannig geta menn aukið greind sína um allt að 40 prósentustig.
ég ætla að byrja á því að finna mér vinnu og fara að hirða mig.

góðar fréttir úr bloggheiminum. móðir mín Hallgerður er aftur farin að blogga eftir nokkurt hlé. vonandi heldur hún því áfram um ókomna tíð.
svo er ný getraun.

hlustið á þetta himneska lag. þetta er rússneska hljómsveitin Lubé sem á hug minn allan um þessar mundir.

-- Skreif Gulli kl.10:50 -- 0 Komment


miðvikudagur, mars 08, 2006
jæja. kannski kominn tími á nýja getraun, svona fyrst komið er fram í mars. síðast var spurt um litla lúðann úr My so called Life, hann Devon Gummersall. eins og þið sjáið hafa tíminn og hormónarnir unnið sitt starf með ágætum; skopið spilltan mann úr þessu saklausa barni.

en talandi um saklaus börn. ég var víst sjálfur ungur og saklaus hér í eina tíð og var óþyrmilega minntur á þá staðreynd nú fyrir skemmstu þegar Elís nokkur Pétursson benti mér á mynd af gamla fimleikahópnum mínum.
hana getið þið skoðað HÉR.
ég er víst einn af þessum efnilegu piltum. getið þið fundið mig?

-- Skreif Gulli kl.12:13 -- 0 Komment