Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
„Að bíða þar til óhapp eða eldsvoði er sama sem að bíða eftir katastroffu.“

Það fellur svo í hlut íslenskufræðingsins að kljást við annarskonar katastrófur.

-- Skreif Gulli kl.13:33 -- 1 Komment


miðvikudagur, ágúst 15, 2007
jú, móðir Hitlers var það. kollgátuna átti eitthvert delínkvent sem ekki kaus að láta nafns síns getið. megi hann/hún stikna í helvíti fyrir það. leikurinn er auðvitað ónýtur fyrir vikið. enginn sigurvegari. hann hefði nú að minnsta kosti mátt skrifa eitthvert grín-nafn, t.d. Hemmi Gunn eða Tony Wilson, bara svo hægt hefði verið að sjá fyrir sér andlit. það er betra að sigla undir fölsku flaggi en engu, það segi ég alltaf. og hverjar verða svo afleiðingarnar? er ekki viðbúið að framapotarar neðan úr bæ geri nú tilkall til sigursins? ég sé það fyrir mér. skyndilega vilja allir vera manneskjan bakvið nafnlausu grímuna. hinir og þessir fákjánar sjá fram á að geta unnið sér virðingu pöpulsins með svindli. hinn nafnlausi sigurvegari, það er ég! hrópa þeir og setja upp sporskan svip. horfa jafnvel í átt til himins eins og þeir séu að hugsa eitthvað merkilegt, og fólkið hlær og klappar. hleður á þá óverðskulduðu lofi í blindri meðalmennsku og kýs þá svo á þing þar sem þeir fá að ganga um lausir og naga stoðir samfélagsins, tæta upp heilbrigðiskerfið og skíta yfir íslenska náttúru.

jú, móðir Hitlers var það. rétt hjá þér, nafnlausi sigurvegari, og til hamingju. íslenska þjóðin er svo gott sem dauð.

-- Skreif Gulli kl.10:50 -- 2 Komment


miðvikudagur, ágúst 01, 2007
þessa stundina vinn ég við að leiðrétta afar illa skrifaðan texta og hef engan tíma til að masa um einhverja vitleysu hér á blogginu. þess í stað ætla ég að leggja fyrir ykkur eina lauflétta gestaþraut. hún er svona:

hver er þetta?

-- Skreif Gulli kl.13:34 -- 4 Komment