Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, maí 30, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Einu sinni var hægt að kaupa svona strike everywhere eldspítur sem maður gat kveikt á allstaðar (einsog nafnið gefur til kynna). Það var rosa gaman. Svo var víst einhver vitleysingur í svíþjóð sem var úti að skokka með svona eldspítustokk í vasanum og það kviknaði í öllum eldspítunum aþþí þær slógust saman. Vitleysingurinn fékk stórt brunasár á lærið auk þess sem hann hefur örugglega gert sig að fífli á almannafæri. Eftir þetta var þessi tegund af eldspítum bönnuð og núna heita allar eldspítur safety matches af því að þær eru svo öruggar. Nú eru allir öruggir þegar þeir eru með eldspítur í vasanum. Hvað var skokkari að gera með eldspítur í vasanum eníveis?... Svíar vilja alltaf banna allt.
Annars efast ég um að þessi saga sé sönn. Eitt af þessu sem einhver sagði manni fyrir löngu og maður bara trúir af því mann langar til að það sé satt.

-- Skreif Gulli kl.17:55 -- 0 Komment