Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, maí 12, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Ég vil vekja athygli á því að Þormóður, prinsinn okkar allra er farinn að blogga. Lesið ykkur til um líf hans með Tótu frænku í Barcelóna.
"Þormóður hefur veitt okkur nýja og skemmtilega sýn á líf ungra skiptinema í dag... Fimm stjörnur"
(Netskraddarinn, www.netskradd.is)
"Síðan hans Þormóðs kemur öllum við... spennandi blogg sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!"
(Gagnrýnendur á netinu, www.gaggrini.is)
"..skemmtilegra en að fara í sund!"
(Jóhannes í Bónus)

..en nóg um Þormóð, það er víst ég sem er aðalatriðið á þessari síðu.
Sunnudagurinn var ekki ósvipaður öðrum dögum vikunnar, nema hvað að veðrið var óvenju gott. Ég og Hjössi frændi fórum á fætur um hádegisbilið og ráfuðum berir um íbúðina þartil svefnslikjan var að mestu farin af augum okkar. Hjörtur stakk svo af í veiðiferð og er enn ekki kominn heim. Ég rölti í hægðum mínum á Tryggvagötuna og á leiðinni blístraði ég lítinn lagstúf sem hún móðir mín var vön að syngja fyrir mig þegar ég bjó undir hennar þaki. Eitt sinn var fátt sem fyllti hjarta mitt meiri gleði en þegar hún mamma mín söng fyrir gullið sitt. Nú þegar ég er floginn úr hreiðrinu er þessi lagstúfur aðeins uppspretta tára og söknuðar. Ég var því eilítið rauður um augun þegar ég bankaði upp á hjá Hulla frænda á Tryggvagötunni. Þar var Hugleikur að elda pítsu handa krökkunum. Við horfðum á Þrísom, Smackðe póní og ðeSteit og hámuðum í okkur matinn. Síðan fórum við á bíó.. Confessions of a dangerous mind með Sam Rockwell í aðalhlutverki. Myndin var góð og dagurinn í heild fær fimm glerflöskur af sjö mögulegum.

-- Skreif Gulli kl.16:19 -- 0 Komment