Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, júní 18, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Ég gerðist athafnarasmur um daginn og hannaði bol með mynd af frelsishetju okkar íslendinga, honum Jóni Sigurðssyni. Fyrir neðan myndina var vitnað í fræg orð: Vér mótmælum allir. Síðan lét ég prenta þessa dýrð á 30 boli sem ég og Örn frændi reyndum að selja á afmælisdegi Nonna og Dísu. Heimskur almúginn sýndi bolunum ekki verðskuldaðan áhuga, benti á áletrunina og spurði hverju við værum að mótmæla. Margir könnuðust ekki við neinn Jón Sigurðsson og einhverjir hreinlega drulluðu í buxurnar af einskærri heimsku fyrir framan nefið á mér og Erni. Síðan kom rigning.

-- Skreif Gulli kl.23:09 -- 0 Komment