miðvikudagur, júní 18, 2003
0 Comments:
Post a Comment
Jæja. Þá er ég loksins farinn að láta í mér heyra eftir langa bið. Það hefur margt gerst undanfarnar vikur og eiginlega væri of tímafrekt að telja það allt upp núna. Það er heldur ekki ætlun mín að einblína á fortíðina því vitið þið, krakkar, hvað framtíðin felur í sínu hlýja skauti? Engan annan en Þormóð frænda. Hann kemur heim á laugardaginn næsta og mér skilst hann verði loðinn á bringunni og fúlskeggjaður í þokkabót. Þormóður frændi... hairy like animal.