Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, ágúst 19, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Þegar ég kom heim í gærkveldi eftir video gláp með Steininum og Tinnunni tók á móti mér illur daunn. Kötturinn hafði skitið einhverstaðar í íbúðinni. Það var svosem skiljanlegt því hann var lokaður inni á efri hæðinni. Auminginn átti víst engra annarra kosta völ og hefur eflaust skolfið af skömm á meðan hann gekk örna sinna. Ég varð frekar illur við að finna þessa ólykt og tók að hrópa að kettinum (hann lá skelkaður uppí sófa) og þefa útí loftið í leit að uppsprettu fílunnar. Það kom í ljós að ófétið hafði drullað undir rúm foreldra minna, einhverskonar niðurgangspolli á gólfið og vænni slettu á gallabuxur bróður míns. Ég æpti upp yfir mig af frygð... ég meina af heift og þrammaði bölvandi að kettinum sem hnipraði sig saman í sófanum því hann vissi uppá sig sökina. Ég tróð nefinu á honum ofan í skítinn (eða því sem næst) og fleygði honum svo niður í kjallara þar sem hann fékk að dúsa yfir nóttina.
Aumingja dýrið. Fjörgamall og eineygður högni sem verður að sætta sig við að vera læstur inni í húsi þangað til hann skítur á sig og svo er honum hent með skömmum niður í dimman kjallara. Ég vona að hann lesi þetta og skilji hve ég iðrast.

Þessi mynd sýnir að meðferðin á Dr.Jóni (það er sko kötturinn) er langt fyrir neðan hans virðingu. Takk fyrir.

-- Skreif Gulli kl.19:12 -- 0 Komment