Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, ágúst 06, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin og ekkert situr eftir nema minningarnar og þær mun ég ilja mér við næstu árin, jafnvel hlæja með vinum mínum af þeim atburðum sem við upplifðum saman þessa örlagaríku helgi sem kennd er við þá menn er stunda verslun og sýsla með fé.

Við vorum staðráðnir í því við vinirnir að eiga huggulegt föstudagskvöld saman og ætluðum að nýta töfra ölvímunnar til að gera huggulegheitin enn magnaðari. Við örkuðum því -ég, Þorri og steinn- í billabjór á einhverri skítugri knæpunni. Gullið ykkar byrjaði vel og lék af nákvæmni og kænsku en þegar líða tók á bjórinn fór hann að svitna og andardrátturinn varð óvenjulega þungur. Andlitið tók að roðna, augun að þrútna og varirnar titruðu, rakar og kaldar. Steinn og Þormóður hlógu og hreyttu í mig ónotum þar sem ég ráfaði rjóður í kringum billjardborðið og tapaði hverju spilinu á fætur öðru. Allt í einu sortnaði mér fyrir augum og undarlegar drunur tóku að hljóma úr mér miðjum. Strákarnir snarþögnuðu þegar þeir heyrðu óhljóðin og hæðnisglottið breyttist umsvifalaust í hræðslugrettu. Þormóður setti hendur fyrir andlitið og Steinn var kominn hálfa leið undir ballskákborðið þegar spýjan skvettist yfir þá.
Við vorum reknir út af knæpunni og sæmd okkar mun ekki hafa aukist við þennan atburð. En Steinn og Þorri voru fljótir að taka gleði sína á ný enda vel kenndir. Guðlaugur fór hinsvegar magaveikur heim og hló ekki meira það kvöldið.

-- Skreif Gulli kl.16:15 -- 0 Komment