Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, ágúst 18, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Ég er sammála honum Hugleiki frænda mínum.. þetta var helvídi vel heppnuð helgi. ÍTR partí á föstudaginn í litlum kofa í Nauthólsvík. Fór svo niðrí bæ og óminnishegrinn skeit á mig af ljósakrónunni á sirkus. Ég vaknaði við hliðina á fallegri stúlku og fór svo í kaffi til Dísu frænku sem var ekki þunn einsog Gulli því hún er svo ólétt, aumingja stelpan. Ég hitti Hulla og Þorra í kveðjukaffi Þóru og Hugrúnar og fór með þeim á Tryggvagötuna hvar við stofnuðum hljómsveitina Uppreisnarseggir án sjáanlegrar ástæðu. Við klæddum okkur í jakkaföt og örkuðum með hljóðfærin okkar (gítar og harmónikku) í kveðjukaffi til Hjartar og þaðan í styttugarðinn. Þar tróðum við upp í okkur rauðum matarlit og spiluðum fyrir almenning sem hló og grét til skiptis. Nokkrir bjórar, flugeldasýning, gin í tónikk og enn fleiri bjórar. Ég, Steinn og Þormóður örkuðum niðrí bæ og hittum fólkið sem við höfum svo gaman af að hitta.. fullu vinir mínir, rósir í hnappagöt lífs míns.
Borg að nóttu. Nótt að degi. Dagur að nótt...

-- Skreif Gulli kl.16:21 -- 0 Komment