Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, ágúst 08, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Undanfarna þrjá mánuði hef ég búið með Hirti frænda mínum á Ásvallagötunni og ég skal sko segja ykkur að þessir dagar hafa flogið hjá einsog fokkíng... hvað heitir aftur hljóðfráa farþegaflugvélin franska..? Man það ekki. En hvað um það. Dagarnir voru góðir og minningarnar munu breytast í myndir og ljóð og ekki mun ég gleyma þeim kvöldum þegar við sötruðum saman rauðvín og ortum smásögur. Blöðuðum jafnvel í Politiken. Concorde! Þær heita Concorde bölvaðar vélarnar.

Eitt ljóð handa þér Hjörtur, svona að skilnaði:

Til vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér þessa örsmáu borgun.
Ég átti ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx einsog rós uppúr koddanum mínum í morgun

-- Skreif Gulli kl.16:46 -- 0 Komment