Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, september 19, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Halló krakkar!
Ég er í skólanum þótt það séu engir tímar því ég er svo duglegur strákur. Við erum líka að selja nemendaskírteini fyrir íslenskunemana niðri í kjallaranum á Árnagarði og fólk kemur til okkar með peningana sína til að það megi vera með í öllum partíunum. Peningarpeningarpeningar.

Einusinni þegar ég átti afmæli hélt ég partí og bauð fullt af fólki. Ég hélt sko ammælið með Tótu frænku og Berglindi næstumfrænku því við eigum afmæli á sama degi næstum. Húsið mitt var troðið af vinum og vandamönnum. Einn af gestunum var góður vinur minn sem stelpurnar höfðu ekki áður séð. Þetta er myndarlegur strákur, greindur og vel máli farinn. Hann var, einsog held ég flestir á svæðinu, í góðu skapi og ræddi við afmælisbörnin af fljúgandi mælsku og geislaði af þokka og góðmennsku. Síðar um kvöldið stóðum ég, Tóta og Begga inni í eldhúsi og mösuðum svo sem drukknum börnum er tamt. Stúlkurnar höfðu orð á því hvað þessi vinur minn væri gasalega sætur strákur en komust þó að þeirri niðurstöðu að hann væri of lítill til að vera þeim samboðinn. Þetta tal þeirra gerði mig óðan af reiði þarsem ég er nú ekki mikið hærri í loftinu en umtalaður þokkapiltur. Mig setti dreyrrauðan og ég strunsaði útúr eldhúsinu og skellti á eftir mér.
Morguninn eftir mundi enginn eftir þessu atviki og ég hef ekki minnst á það síðan. Nú þykist ég þó vita hvað gyðjurnar eru að pískra um mig upp með veggjum í partíum.. "Sætur strákur, bara alltof lítill fyrir okkur".
Mellur..

Ekki samt Tóta og Begga sko. Þær eru englar. Algjörir ENGLAR!

-- Skreif Gulli kl.13:22 -- 0 Komment