Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, september 04, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Örninn er floginn til Danmerkur og Hjörturinn hlaupinn til Hollands. Steinninn nennir ekki að fara neitt en Tryggvagötubræður eru staðráðnir í að fara norður í Svarfaðardalinn yfir helgina. Enginn bíll fyrir fíflið hann Guðlaug. Enginn helvítis bíll.

Ég bjó á Grundarstígnum frá því ég fæddist og þangað til ég varð svona 3ja vetra. Þaðan er mín fyrsta minning. Ég er staddur í stigaganginum fyrir utan íbúðina mína og ákveð að klífa tröppurnar sem liggja upp á næstu hæð. Þegar ég er kominn þangað upp taka við aðrar tröppur, alveg eins nema í hina áttina. Ég klifra áfram og sé þá mér til mikillar furðu að ég er aftur staddur fyrir utan íbúðina mína.
Framhaldið er horfið úr minni mínu fyrir fullt og allt en mig grunar að ég hafi í raun verið staddur utan við íbúðina á hæðinni fyrir ofan.. alveg eins hurð og alveg eins motta.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim.

-- Skreif Gulli kl.22:23 -- 0 Komment