Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, september 18, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Stundum þegar ég ligg einn í rúminu mínu á kvöldin heyri ég undarlegan söng innan úr veggjunum.
Það er söngur hinna dauðu.

Í dag er fimmtudagur og það eru nákvæmlega tvær vikur síðan ég skrifaði eitthvað síðast á þetta djöbblablogg. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar.. og sum til Dýrafjarðar.
Þrátt fyrir efasemdir mínar fann ég bíl til að komast í Svarfaðardalinn með vinum mínum. Þar var kátt og sveitin öll kvað við af dansi og spili. Það var hopp, það var hí, það var hei. Þarna voru Þorri og Hulli og Pési og Gunnhildur og Ingun og Tinna og Davíð og Johann franski og Rán og Íva og Ösp og Tobba (til hamingju með ammilið Tobba) og Kata og fleiri og fleiri.
Næsta helgi fór í meira Sukk. Við í stjórn nemendafélags íslenzkunema buðum busunum í ferskmennagöngu, sýndum þeim háskólasvæðið og buðum upp á bjór í þartilgerðum dollum. Svo var farið á Nelly´s og drukkinn mjöður úr einhverskonar krúsum. Ég ráfaði að lokum út í nóttina og kom við í einhverju sem kalla mætti partí heima hjá Tótu og Pésa. Svo skreið ég á skemmtistað sem var eitthvert afbrigði af sirkús. Undarlegt.

Fegurð heimsins kallar á blóð. Himnarnir heimta blóð þeirra syndlausu.

-- Skreif Gulli kl.18:13 -- 0 Komment