Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 10, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Þessi vika var ó svo fljót að líða. Bara strax kominn föstudagur og Gundurinn verður að fara að djamma aftur. Stjörnuspáin sagði að ég yrði sérstaklega sniðugur og kúl í dag. Ekki amaleg föstudagsspá það.
Konan á kaffistofunni, sem var óvinur minn í fyrra, er farin að brosa til mín. Hún hlær meiraseija þegar ég er klunnalegur á morgnana og sulla yfir mig kaffi eða dett á fólkið í röðinni eða slefa yfir mig allan af þreytu. Hahha ha! Hann Gulli er svo mikill aumingi! segir hún við sjálfa sig og strýkur gleðitárin af kinnunum.
12 monkeys var á bíórásinni í gær og það er sko uppáhaldsmyndin mín. Tóta frænka hringdi í mig í og reyndi að fá mig með sér í ókeypis bjór á Kapital en ég ætlaði að vera duglegur að læra svo ég þvertók fyrir það. Ertu vitlaus manneskja! æpti ég og skellti á. Svo glamraði ég á gítarinn og horfði á 12monkeys og masaði við foreldra mína og fór að sofa. Svona er að vera í skóla. Maður vill ekki leika við vini sína því maður á að vera að læra. Svo lærir maður ekki neitt hvort eð er.
Næst ætla ég bara að fá mér bjór.

-- Skreif Gulli kl.10:40 -- 0 Komment