Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 31, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Halló krakkar. Það gerist aldrei neitt í þessari vit- og endaleysu sem ég kalla líf mitt sem verðugt er að skrifa um. Kannski ef einhver vinur minn eða fjölskyldumeðlimur missti útlim.. það væri eitthvað til að segja frá.
Ekkert slíkt hefur þó gerst. Því miður.

Ég fór á bíó á miðvikudaginn, Mótmælanda Íslands. Það var óskaplega vel heppnuð mynd. Ég og Þormóður bæði grétum og hlóum. Svo héldumst við í hendur í hléinu... það var nú samt ekkert hlé. En myndin var allavega góð. Þegar ljósin kviknuðu fór ég að líta í kringum mig og haldiði að ég hafi ekki komið auga á Tóta kúl, með grátbólgna vanga. Þá hafði hann allan tímann setið beint fyrir aftan okkur Þormóð og angrað okkur með sífelldum ekkasogum. Þarna voru líka Ásdís og Gunni og Einar og Óli. Einnig Sighvatur og Mattheus auk Marteins og Sanders, en þeir eru ekki vinir mínir.
Ef aðeins ég ætti hníf.

Ef þið viljið ná súkkulaðiblettum úr fötum er gott að bleyta þau uppúr mjólk áðuren þau eru sett í þvott.
Tvö glös á dag yo!
----------------------->

-- Skreif Gulli kl.12:31 -- 0 Komment