Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Hmm.. meira en vika síðan ég skrifaði síðast. Bölvaður ódugnaður.

Það hefur enginn svarað kvikmyndagetrauninni svo ég segi ykkur bara setningin er úr spæderman myndinni. Hún var svona: 40,000 years of evolution, and we've barely begun to scratch the surface.

Nú er komin ný spurning. Allir vita svarið svo svariði.

-- Skreif Gulli kl.16:23 -- 0 Komment


þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Þá er klukkan rétt rúmlega níu. Ég er búinn að fara til tannlæknis og kominn uppí skóla. Það er ósköp snemmt ennþá og ennþá held ég í þá von að geta nýtt daginn í eitthvað gáfulegt. Innst inni veit ég þó að þessi dagur, einsog gærdagurinn, mun verða athafnaleysi mínu og leti að bráð. Rétt einsog allir mínir dagar, sjúkir en fagrir sem litmjúkar dauðarósir, einsog þar stendur.

Tannlæknirinn minn var óvenju kátur og ræðinn í morgunn. Léttur á fæti, brosmildur og fór með gamanmál, aldrei þessu vant. Líklega er hann svona morguntýpa.
Ég hef nefninlega oft komið til hans eftir hádegið og þá kveður nú við annan tón. Þá segir hann ekki orð en rymur fýlulega ef hann er inntur eftir einhverju. Annars opnar hann ekki munninn (en skipar mér að gera það) nema til að skamma aðstoðarkonu sína, mjóa og ræfilslega kvensnift sem kann ekkert að blanda í fyllingu. Hvað þá að setja í deyfisprautu. Þessari konu bölvar karlinn einsog morðingja sonar síns og ég get ekki annað en grett mig og kreppt á mér ökklana í sársaukakrampa þegar hann treður blótandi upp í mig borvélinni.
Fyrir hádegi Gulli.. fyrir hádegi.

-- Skreif Gulli kl.09:44 -- 0 Komment


fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ég var orðinn ástfanginn af morðingja. Slæmur forboði.

Nú þega mjölið í kjallaranum er orðið framtíð og ég sjálfur ekki haltur nema undir lakinu hef ég ákveðið nýja öfund fyrir rætur mínar til að finna.. eitthvað annað. Nei, ég er ekki búinn að missa vitið krakkar! Ég var bara að bulla. Af hverju? Vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Svo er ég líka að flýta mér því ég þarf að vera kominn niður í bæ eftir ekki svo langan tíma. En þið? Hvað er að frétta af ykkur, litlu lendarnar mínar?
Segið mér allt...


-- Skreif Gulli kl.21:15 -- 0 Komment


mánudagur, nóvember 03, 2003
Nú er ég held ég búinn að spila frá mér öllu því sem hægt er að spila frá sér. Ég hef svikið vini mína, logið og verið leiðinlegur. Ég þykist vera góður gaur en svo hugsa ég bara um sjálfan mig þegar á reynir.
Nú mun sá Guðlaugur sem þið þekkið láta sig hverfa og við tekur nýr og betri Guðlaugur. Þið megið kalla mig Guðlaug nr.2.
Allar breytingar taka tíma og því mun þessi nýja versjón af sjálfum mér vera í svokallaðri beta útgáfu, svona til að byrja með. Þið: fólkið sem ég umgengst, verðið svo í hlutverki beta-testara og megið endilega segja mér frá öllum göllum í þessum nýja persónuleika.
Með ykka hjálp stefni ég á að verða fullkominn fyrir áramót, með notendavænt viðmót og gallalausa úrvinslu á hversdagslegum vandamálum.

p.s. Tannlæknar eru arðræningjar. 7000 kall fyrir 20 mínútur af óþægindum? Fariði til helvítis, tannlæknar þessa lands.

-- Skreif Gulli kl.14:01 -- 0 Komment