Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, nóvember 18, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Þá er klukkan rétt rúmlega níu. Ég er búinn að fara til tannlæknis og kominn uppí skóla. Það er ósköp snemmt ennþá og ennþá held ég í þá von að geta nýtt daginn í eitthvað gáfulegt. Innst inni veit ég þó að þessi dagur, einsog gærdagurinn, mun verða athafnaleysi mínu og leti að bráð. Rétt einsog allir mínir dagar, sjúkir en fagrir sem litmjúkar dauðarósir, einsog þar stendur.

Tannlæknirinn minn var óvenju kátur og ræðinn í morgunn. Léttur á fæti, brosmildur og fór með gamanmál, aldrei þessu vant. Líklega er hann svona morguntýpa.
Ég hef nefninlega oft komið til hans eftir hádegið og þá kveður nú við annan tón. Þá segir hann ekki orð en rymur fýlulega ef hann er inntur eftir einhverju. Annars opnar hann ekki munninn (en skipar mér að gera það) nema til að skamma aðstoðarkonu sína, mjóa og ræfilslega kvensnift sem kann ekkert að blanda í fyllingu. Hvað þá að setja í deyfisprautu. Þessari konu bölvar karlinn einsog morðingja sonar síns og ég get ekki annað en grett mig og kreppt á mér ökklana í sársaukakrampa þegar hann treður blótandi upp í mig borvélinni.
Fyrir hádegi Gulli.. fyrir hádegi.

-- Skreif Gulli kl.09:44 -- 0 Komment