Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, nóvember 03, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Nú er ég held ég búinn að spila frá mér öllu því sem hægt er að spila frá sér. Ég hef svikið vini mína, logið og verið leiðinlegur. Ég þykist vera góður gaur en svo hugsa ég bara um sjálfan mig þegar á reynir.
Nú mun sá Guðlaugur sem þið þekkið láta sig hverfa og við tekur nýr og betri Guðlaugur. Þið megið kalla mig Guðlaug nr.2.
Allar breytingar taka tíma og því mun þessi nýja versjón af sjálfum mér vera í svokallaðri beta útgáfu, svona til að byrja með. Þið: fólkið sem ég umgengst, verðið svo í hlutverki beta-testara og megið endilega segja mér frá öllum göllum í þessum nýja persónuleika.
Með ykka hjálp stefni ég á að verða fullkominn fyrir áramót, með notendavænt viðmót og gallalausa úrvinslu á hversdagslegum vandamálum.

p.s. Tannlæknar eru arðræningjar. 7000 kall fyrir 20 mínútur af óþægindum? Fariði til helvítis, tannlæknar þessa lands.

-- Skreif Gulli kl.14:01 -- 0 Komment