Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, desember 16, 2003

0 Comments:

Post a Comment

Einu sinni vorum ég og Steinn að renna fyrir fisk og föðmuðumst því að aflinn var góður. Það er það karlmannlegasta sem ég hef gert.

Próf á föstudaginn og ég er á Þjóðarbókhlöðunni. Samt læri ég ekkert vegna þess að tíminn er nægur. Ég get ekki lært nema undir pressu. Þegar ég hef slórað fram á fimmtudag og sé skyndilega að ég muni ekki komast yfir pensúmið, þá fer ég að læra. Þá loksins fer ég að meðtaka.

Hamingjan felst í heimskunni og e.t.v. er nám ekki annað en spilling. Með fróðleiksfýsn sinni fremur hinn óupplýsti spjöll á eigin sálu. Spjöll sem ekki verða bætt nema með skipulögðu niðurrifi rökhugsunar. Til að hefja andann upp úr mykjuhaug visku og fróðleiks er nauðsynlegt að gefa sig hinum röklausustu og dýrslegustu hvötum á vald. Sleppa af sér beislinu og gefa skít í skoðanir almennings þó ekki sé nema í eina kvöldstund.

Ég er að sjálfsögðu að tala um smákökubakstur. Ágætis hugarhreinsun í prófunum. Ætli ofninn í eldhúsinu mínu virki?

Ein leið til að komast að því

-- Skreif Gulli kl.17:32 -- 0 Komment