Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, janúar 15, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Ég er í skólanum. Það er ágætt, en ég þarf að fara í vinnuna eftir smá stund. Það er líka ágætt, nema hvað að tíminn á milli þess sem ég klára skólann og bíð eftir að mæta í vinnuna fer yfirleitt í vitleysu. En hvað er lífið svosem annað en fokkíng bið? Maður bíður eftir að skólinn sé búinn, svo bíður maður eftir að vinnan byrji og þegar vinnan er byrjuð bíður maður eftir að klukkan verði fimm svo maður geti farið heim til að bíða eftir kvöldmatnum. Ég er líka að bíða eftir að sumarið komi, eftir því að mér fari að vaxa skegg og að ég finni ástina. En það er hægt að koma mörgu í verk á meðan maður bíður. Núna er ég til dæmis að blogga.

Þar sem ég bloggaði ekkert allt jólafríið er best að ég fleyti rjóman af mjólk þeirra atburða sem óhjákvæmilega urðu á þessum tíma. Því lengri sem tímalínan er, þeimun fleiri verða atburðirnir. Það er lögmál en á því eru þó undantekningar í einstaklingstilvikum t.d. ef maður sefur í viku.
ALLAVEGA..

Jólin voru skemmtileg og ég fékk nammi og geisladiska í jólagjöf, og nasaháraplokkara frá Steini. Á milli jóla og nýjars réðst á mig illmenni og ber ég þess enn merki á hægra gagnauganu. Síðan kaupti ég enga flugelda á áramótunum og mun það vera í fyrsta skiptið sem ég geri það.. ekki, sko. Dísa frænka var bæði kasólétt og kvefuð á kveldi gamla ársins og reyndar langt fram á aðfaranótt þess nýja (ætli það megi segja það, aðfaranótt nýja ársins?). Þann þriðja janúar ól hún Ásdís svo stúlkubarn, fallega hært, hraustlegt og tannlaust. Ég, Þormóður og Tóti komum til að skoða barnið og gefa okkar samþykki á tilvist þess. Við úuðum og óuðum einsog Japanskir túristar þegar við sáum krílið og gátum ekki stillt okkur um að pota í það með löngum og beinaberum fingrum okkar. Barnið svaf á meðan.

Síðan byrjaði skólinn og hér er ég.

-- Skreif Gulli kl.13:27 -- 0 Komment