miðvikudagur, janúar 28, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Í gærmorgun, þegar ég fór í skólann, gleymdi ég töskunni minni heima. Ég bölvaði ofan í kaffibollann minn þegar ég uppgötvaði þetta og hljóp svo heim til að sækja helvítið.
Eftir skóla fór ég svo í mat til Dísu frænku, kenndi henni nokkur gítargrip og potaði í nýja barnið hennar sem gretti sig og hikstaði. Undarlegar skepnur svona börn.
Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði aftur gleymt töskunni minni og í bræði minni hreytti ég ónotum í köttinn minn sem til allrar hamingju skildi ekki skammirnar og horfði á mig malandi.
Þessvegna fór ég töskulaus í skólann í morgun og uppgötvaði svo að ég átti ekkert að mæta í tíma í dag. Alltaf frí á miðvikudögum.
Ég er nú meiri kjáninn. /