Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, janúar 29, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Nú nú, ég var semsagt staddur þarna úti á terrösunni með kampavínsglasið á lofti og í gáfulegum samræðum við hana Regínu. Haldiði að hann Höskuldur hafi ekki bara komið, einsog þruma úr heiðskýru haustloftinu, og sparkað í vinstri mjöðmina á mér.
Ég var auðvitað steinhissa yfir þessu öllu saman og bara vissi hreinlega ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Þá segir hann eitthvað að ég hafi verið að fleka konuna hans, sem er náttúrulega haugalygi.

Ég get svo svariða!

-- Skreif Gulli kl.12:44 -- 0 Komment