Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, janúar 26, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Steinn hringdi í mig.. nei.. Ég hringdi í Stein. Steinn hringir aldrei í mig að fyrra bragði og líklega þykir honum það svolítið pirrandi hvað ég hringi mikið í hann. En hvað um það: Ég hringdi í Stein í dag, svona til að tékka hvað hann væri að sýsla. Hann var svosem ekki að gera neitt sérstakt og spurði hvort ég nenndi ekki að horfa með honum á friends í kvöld (við horfðum sko á alla níundu seríu í gærkveldi og hann á líka tíundu seríu inni á tölvunni sinni því hann er tölvuþrjótur). En ég þurfti að segja nei því ég á að vera að læra heima og getiði hvað: ég hef ekkert lært, bara setið og hlustað á tónlist og hitað mér te og farið á klóstið. Áðan fór ég meira að segja út í bílskúr og aftur inn, ekki til að sækja neitt, bara til að drepa tímann. Og nú er ég að skrifa á bloggið, sem ég hef ekki gert lengi.
Beats studying.

-- Skreif Gulli kl.23:05 -- 0 Komment