Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, janúar 27, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Um daginn þegar ég var í bílnum hennar mömmu, einhverstaðar á milli punkts A og punkts B, heyrði ég fallegt lag á skonrokk. það var tema-lagið úr MASH þáttunum sem nutu óverðskuldaðra vinsælda einhverntíma í fyrndinni. Lagið er svosem ekkert sérstakt, nema hvað að í þessari útgáfu var það sungið af tveimur kvenmönnum og raddir þeirra voru svo eggjandi að ég skalf allur og svitnaði af kynferðislegri örvun.

Nú hef ég leitað að þessari útsetningu út um allt en finn hana hvergi.

Í tuttugu og fjögur ár hef ég flotið einsog olíubrák á hafsjó lífsins; svartur blettur á annars fagurgrænum fleti.
Svo heyrði ég þetta lag og í fimm mínútur varð ég að björtu báli.

Í fimm mínútur lifði ég.

Mitt eina takmark er nú að finna neistann sem kveikti í mér forðum..

-- Skreif Gulli kl.00:23 -- 0 Komment