fimmtudagur, janúar 15, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Ussss! Haldiði að Guðlaugur hafi ekki bara legið í veikindum síðustu daga og ekkert komist í fyrstu tímana í skólanum. Svo hefur hann ekkert nennt að skrifa á bloggið í langan tíma, næstum mánuð!
En hvað um það.
Í kvöld sný ég enn og aftur framhlið minni að skjánum og leyfi fingrunum að leika frjálsum um lyklaborðið. Engin ritskoðun í kvöld.
Í myrkviðum huga míns er örlítil ljóstýra, fölblá, sem flöktir þegar hallar af degi og næturhúmið þrengir að sálinni.
Ef haustgolan fær ekki kæft hana í kvöld er mér borgið.
Ef þið fengjuð heyftarlegt nefrennsli af rækjum, mynduð þið þá hafna rækjuforrétti í fínu matarboði hjá forsetanum og Dorrit?
Svarið í kommenterinn (krækjan hér fyrir neðan).