Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, febrúar 20, 2004

0 Comments:

Post a Comment

flengið mig, elskið mig.
sleikið mig, elskið mig.
(Jón Arason, 1549)

Ef tíminn væri gæsavín og rúmið væri hunang.. þá væri maður bara fullur og klístraður. Ég hitti hana Rán frænku mína á kaffihúsi fyrir ekki svo löngu síðan, og frænda minn Þránd. Þau eru systkini en sá skyldleiki er aðeins merkjanlegur á skelinni sem umlykur þau, innrætið er svo ólíkt að því má líkja við folald og brunnklukku (Agabus bipustulatus). Rán er þá folaldið og Þrándur brunnklukkan. Útlitslega eru þau hinsvegar áþekk; augnsvipur, tanngarður og höfuðlag nokkurnvegin hið sama, þó meiri mýkt sé í svip Ránar og Þránd skortir allan kvenlegan þokka í hreyfingarnar.
Rán var nýkomin frá S-Ameríku og hafði margar sögur að segja. Það var ekki laust við að mig langaði til útlanda. Hugsanlega kíki ég á Hjört frænda í Amsterdam í páskafríinu, en í páskafríinu kemur Örn frændi heim til Íslands. Ég má ekki missa af honum.
Hvað á ég að gera?

-- Skreif Gulli kl.12:07 -- 0 Komment