Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, febrúar 26, 2004

0 Comments:

Post a Comment

ég vaknaði í morgun við að eldjárn bróðir minn æpti á mig. á fætur með þig aumingi! sagði hann og ég bilti mér og umlaði. þá tók hann um öklann á mér og dró mig fram úr rúminu, upp tröppurnar og inn í eldhús og hellti yfir mig sjóðandi heitu expressókaffi. svo sparkaði hann í hálsinn á mér. þá snarvaknaði ég og faðmaði minn elskulega kynbróður og á leiðinni í skólann tók ég ofan fyrir öllum sem ég hitti. Yndislegur dagur, ekki satt? spurði ég konu með barnavagn og hún hló og gekk fyrir bíl. ég ypti öxlum og valhoppaði blístrandi í burtu.

óveðursský mynduðu svargráan skugga út við sjóndeildarhringinn.

-- Skreif Gulli kl.17:14 -- 0 Komment