Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, febrúar 13, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Jæja krakkar. Þá er Gundurinn búinn í vinnunni í dag. Sestur í tölvuver Háskólans og farinn að pota í lyklaborðið.
Ég fór í fyrsta skiptið þunnur í vinnuna í dag og það var nú bara ekki slæm lífsreynsla. Lyktandi einsog spíratunna stóð ég skjálfandi og þambaði kaffi allan vinnudaginn á meðan börnin toguðu í mig og vældu. Ég sló till þeirra öðru hvoru og æpti á þau milli samanbitinna tannanna. "Látiði mig í friði helvítin ykkar!" sagði ég, "Annars drep ég ykkur."

Ég fór nefninlega á kosningavöku í gær, eða kosninga-Röskvu einsog það var kallað á GrandRokk. Þar var líf og fjör. Fagrar meyjar og frjóir ítar. Tóti og Tinna voru þarna í svaka stuði. Tóti hló og Tinna dansaði. Svo kom hann Þormóður og hellti í sig áfengum veigum og það gerðum við reyndar öll.

Flöskudagurinn þrettándi í dag. Valentínusardagurinn á morgun. Ef þið kaupið blóm eða konfekt handa ástvinum ykkar á morgun þá eruð þið þrælar markaðsvaldsins.

Ah think it´s time fo y´all to

-- Skreif Gulli kl.18:27 -- 0 Komment