mánudagur, febrúar 16, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Mánudagur til mæðu sagði einhver snilllingurinn fyrir löngu. Ég er svosem sammála því. Ég finn a.m.k fyrir ölmæðu á mánudögum.
Á mánudögum er ég ölmóður.
Þriðjudagur til þrautar sagði svo þessi sami snillingur daginn eftir.
Fyrir löngu.
Eina snilldin í þessu felst reyndar í því að fella sannleikann í stuðla. Þetta er ekki einusinni rímað, bara stuðlað.
Miðvikudagur til moldar. Hvað á það annars að þýða?
Margir vilja reyndar skilgreina stuðla sem ákveðna tegund af rími, en ég ætla ekki að fara útí neinar skilgreiningar á því hér.
Á þessum mánudegi.
Skilgreiningar eru ekkert annað en skapalón fyrir tilgerðarlegar pælingar, oftast notaðar til að drepa niður eðlilegar rökræður.
En hvað eru svosem eðlilegar rökræður? /