Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, febrúar 19, 2004

0 Comments:

Post a Comment

There was love all around
but I never heard it singing
no I never heard it at all
till there was you

Plágan mikla herjaði á Ísland 1402-4 og helvíti margir hrukku uppaf jafn skyndilega og þeir hrukku út úr móðurkviðnum, blóðugir og öskrandi. Pestargemlingarnir trúðu því að sóttin stafaði af reiði guðs yfir syndsamlegu líferni þeirra og til að kaupa sér sáluhjálp gáfu þeir kirkjunni jarðir sínar. Þetta olli því að jarðeignir kirkjunnar jukust svo um munaði og guð hló uppi í skýjunum svo skein í gulltönn sem hann hafði troðið upp í sig til marks um hinn nýfengna auð (sem auðvitað var bara dropi í hafsjó þess sem hann átti fyrir).

Mér finnst að rauða ljósið ætti að vera í styttri tíma á öllum þessum helvítis gatnamótum. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það yrði á kostnað græna ljóssins hinumegin en mér er alveg sama um hina. Þeir geta fengið langt rautt ljós og stutt grænt ljós fyrir mér.

bless

-- Skreif Gulli kl.12:33 -- 0 Komment