Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, mars 24, 2004
Ég hef aldrei drepið mann, svona beinlínis. Einu sinni lét ég það samt vera að bjarga óvini mínum úr lífsháska. Leyfði honum bara að deyja.
Það er ekki morð

Óþægindi í kokhlust urðu að kvefpest og núna sit ég heima hjá mér með beinverki og hita. Afleiðingar helgardrykkjunnar býst ég við. Kannski er almættið að refsa mér fyrir símaatið þarna um daginn.

Annars hef ég ekkert að segja svo ég held bara kjafti.

-- Skreif Gulli kl.18:24 -- 1 Komment


mánudagur, mars 22, 2004
mér líður illa í kokhlustinni og mig langar í hálsbrjóstsykur - sykur fyrir hálsinn og brjóstið, eða hálsbrjóstið.
Ég fór í Kolaportið á laugardaginn og keypti mér tvö bindi og tvo Tom Waits diska. Síðan drakk ég rauðvín heima í stofu með mömmu og Tóta kúl, íklæddur nýju bindi og hlustaði á One from the heart.

Sunnudagskvöld: Ég var að horfa á gamlar X-files upptökur á vídjói þegar Steinn hringdi og tilkynnti mér að hann ætlaði á bíómyndina um pínu Krists eftir Gibson, Mel. "Þessa mynd skaltu ekki sjá nema í mínum félgsskap" réði ég honum og stuttu síðar þeytti hann hornið fyrir utan.
Það var gaman í bíói og við hlóum og klöppuðum og héldumst jafnvel í hendur því myndin var falleg og hugljúf.
Áður en ég fór að sofa gerði ég símaat í strák í skólanum sem stamar og er ljótur. Það var svona:
Boggi: Halló.
Gulli: Þú ert viðbjóður.
Boggi: Ha? Hv-hv-hver er þetta?
Gulli: Haltu kjafti, helvítis aumingi.
..svo skellti ég á og lagðist í rúmið, hlýja og mjúka rúmið mitt.

-- Skreif Gulli kl.11:07 -- 0 Komment


föstudagur, mars 19, 2004
..þetta er ekki blaðsnepill, þetta er tunglið

ég get glatt ykkur með því að síðan á miðvikudag hef ég horft á fullt af Twin peaks þáttum heima hjá Tinnu. Ég hef líka farið í bíó og fengið mér nokkra bjóra með félögum mínum og sitthvað fleira. Það er skemmtilegra en að þykjast ætla að læra.

það er ljós í skóginum
þar sem þögnin stynur

segjum þetta!

-- Skreif Gulli kl.12:09 -- 0 Komment


miðvikudagur, mars 17, 2004
Ég og Steinn komum til Tinnu í gær og fengum pulsur og karpullusalat uppá þýskan móð. Súrar gúrkur og sinnep. Hún var að horfa á Twin peaks en ég og St1 máttum ekki vera að neinu slóri fyrst pulsurnar voru búnar svo við hlupum út. Við komum ekki til að masa. Gaman hefði verið að horfa á þessa þætti með henni Tinnu vinkonu minni, en ég varð að læra.. og svo lærði ég andskotann ekki neitt!
Djöfull er þetta helvítis líf alltaf fokkíng ömurlegt


-- Skreif Gulli kl.11:06 -- 0 Komment


þriðjudagur, mars 16, 2004
Núna áðan stóðum við Þrándur í sveifinni og svældum tóbak. Töluðum saman og brostum kankvísir til þeirra sem áttu leið hjá. Gult kvenmannsreiðhjól ljómaði í nálægum hjólastandi og frændi minn heillaðist af fegurð þess. "Skyldi eigandinn vera farskjótanum samboðinn?" spurði Tóti í hálfum hljóðum og beindi spurningunni frekar til sín en mín.

Þormóður kom í hádeginu og fékk sér vatnsglas á kaffistofunni mér til samlætis. Hann starði í dágóða stund þögull á glasið sitt. Þegar ég spurði hann frétta hagræddi hann bindinu sínu, ræskti sig og sagði "ég er draumurinn um vonina og vonin í draumnum. þessvegna elska ég. þessvegna er ég að deyja"


-- Skreif Gulli kl.14:05 -- 0 Komment


þegar ég ætlaði í borðtennis í morgun svaf ég yfir mig
og varð seinn í tíma
nú ráfa ég um óhreina háskólaganga
titrandi tregafullt hjartað
á stærð við krækiber

augnsvipurinn margæður
tilsvörin meitluð


-- Skreif Gulli kl.11:09 -- 0 Komment


föstudagur, mars 12, 2004
Af þeim rúmlega 300 tegundum snjáldra sem þekktar eru, teljast 118 til ættkvíslar keðjusnjáldra (Crocidura). Margar keðjusnjáldrur hafa þann sérstaka sið að þegar mæður fara út með unga sína þá mynda þær keðjur, ungarnir bíta í skottið á næsta unga fyrir framan og sá fremsti bítur í skottið á móður sinni.

Djöfull getur Vísindavefurinn getur verið fróðlegur.

Samkvæmt lista sem Roy Walmsley ráðgjafi hjá HEUNI hefur tekið saman voru tæplega níu milljónir jarðarbúa í fangelsi í október 2002.

Af þeim var um helmingur í þremur löndum:
Bandaríkin - 2 milljónir
Rússland - 1 milljón
Kína - 1.5 milljón

Merkilegt!
Það var sko enginn tími því að kennarinn er veikur þannig að ég fór bara að skoða vísindavefinn.. og blogga smá í leiðinni

-- Skreif Gulli kl.11:25 -- 0 Komment


fimmtudagur, mars 11, 2004
Ég trúi því ekki að enginn viti úr hvaða mynd þetta er

-- Skreif Gulli kl.22:27 -- 0 Komment


Nú og þá er hann bara kominn, fimmtudagurinn, með sinn ylhlýja faðm og óvæntu gleði. Ekki vissi ég að slík algleymisánægja og geðsýkisgleði gæti búið í einum ómerkilegum vikudegi. Þessir dagar sem hingað til hafa þokast hjá eins og ljósastaurar á lífsins myrka vegi. Birta þeirra -eitt sinn svo litrík og töfrandi- orðin að gráhvítri týru sem varpar aðeins ljósi á skítinn og bleytuna. Þá kýs ég heldur svartnættið.

hmm..
og þetta með óvæntu gleðina var víst bara skáldskapur. Við getum kallað það skrauthvörf.

-- Skreif Gulli kl.19:57 -- 0 Komment


miðvikudagur, mars 10, 2004
ha? þá er bara að koma fimmtudagur aftur. rétt einsog fyrir örfáum dögum. skrítið! hún Tinna átti ammæli í gær, þessi elska, og við hittumst af því tilefni á prikinu; nokkrir hressir krakkar auk Tinnu. hún markaði miðjuna á þessu litla sólkerfi sem við mynduðum í sameiningu, vinirnir, þennan dag.. og sól hennar skein skært.
enginn helíumbruni þar á ferðinni.

Ég tefldi við einhverja krakkaræfla í vinnunni í dag og komst að því að ég sökka í skák. Ég ætla að reyna að tefla meira svo ég breytist ekki í aumingja. Ég held líka að hugarleikfimi (einsog skákin er)geri mann betur í stakk búinn til að takast á við hversdagsleg vandamál. Til dæmis ef garðsláttuvélin bilar í miðjum heyskap.. þá er gott að kunna Sikileyjarvörnina.

-- Skreif Gulli kl.21:30 -- 0 Komment


þriðjudagur, mars 02, 2004
það er svo mikið að gera hjá mér að ég held að gallblaðran mín sé að springa.

svo er búið að skemma gestabókina með auglýsingum sem fokka upp í öllu

-- Skreif Gulli kl.13:47 -- 0 Komment