Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, mars 22, 2004

0 Comments:

Post a Comment

mér líður illa í kokhlustinni og mig langar í hálsbrjóstsykur - sykur fyrir hálsinn og brjóstið, eða hálsbrjóstið.
Ég fór í Kolaportið á laugardaginn og keypti mér tvö bindi og tvo Tom Waits diska. Síðan drakk ég rauðvín heima í stofu með mömmu og Tóta kúl, íklæddur nýju bindi og hlustaði á One from the heart.

Sunnudagskvöld: Ég var að horfa á gamlar X-files upptökur á vídjói þegar Steinn hringdi og tilkynnti mér að hann ætlaði á bíómyndina um pínu Krists eftir Gibson, Mel. "Þessa mynd skaltu ekki sjá nema í mínum félgsskap" réði ég honum og stuttu síðar þeytti hann hornið fyrir utan.
Það var gaman í bíói og við hlóum og klöppuðum og héldumst jafnvel í hendur því myndin var falleg og hugljúf.
Áður en ég fór að sofa gerði ég símaat í strák í skólanum sem stamar og er ljótur. Það var svona:
Boggi: Halló.
Gulli: Þú ert viðbjóður.
Boggi: Ha? Hv-hv-hver er þetta?
Gulli: Haltu kjafti, helvítis aumingi.
..svo skellti ég á og lagðist í rúmið, hlýja og mjúka rúmið mitt.

-- Skreif Gulli kl.11:07 -- 0 Komment