Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, mars 11, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Nú og þá er hann bara kominn, fimmtudagurinn, með sinn ylhlýja faðm og óvæntu gleði. Ekki vissi ég að slík algleymisánægja og geðsýkisgleði gæti búið í einum ómerkilegum vikudegi. Þessir dagar sem hingað til hafa þokast hjá eins og ljósastaurar á lífsins myrka vegi. Birta þeirra -eitt sinn svo litrík og töfrandi- orðin að gráhvítri týru sem varpar aðeins ljósi á skítinn og bleytuna. Þá kýs ég heldur svartnættið.

hmm..
og þetta með óvæntu gleðina var víst bara skáldskapur. Við getum kallað það skrauthvörf.

-- Skreif Gulli kl.19:57 -- 0 Komment