þriðjudagur, mars 16, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Núna áðan stóðum við Þrándur í sveifinni og svældum tóbak. Töluðum saman og brostum kankvísir til þeirra sem áttu leið hjá. Gult kvenmannsreiðhjól ljómaði í nálægum hjólastandi og frændi minn heillaðist af fegurð þess. "Skyldi eigandinn vera farskjótanum samboðinn?" spurði Tóti í hálfum hljóðum og beindi spurningunni frekar til sín en mín.
Þormóður kom í hádeginu og fékk sér vatnsglas á kaffistofunni mér til samlætis. Hann starði í dágóða stund þögull á glasið sitt. Þegar ég spurði hann frétta hagræddi hann bindinu sínu, ræskti sig og sagði "ég er draumurinn um vonina og vonin í draumnum. þessvegna elska ég. þessvegna er ég að deyja"