Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, apríl 01, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Þegar ég var að klæða mig í skóna í morgun gekk ókunn kona niður af efri hæðinni. Hún var klædd í þröngan hvítan bol sem náði ekki niður fyrir nafla, en hefði líklega gert það hefði barmur hennar ekki verið óvenju stór. Mér varð starsýnt á konuna og hafði því ekki athyglina við það sem ég var að gera. Þegar ég stóð upp og brosti til hennar benti hún á fætur mína.
Ég var í krummafót.


-- Skreif Gulli kl.12:15 -- 0 Komment