Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, apríl 23, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Þá er hann kominn, hinn fyrsti sumardagur, ilhlýr og bjartur. Góður fyrirboði um dagana sem eru í vændum. Og hvaða örlög skyldi það hafa hugsað mér, þetta sumar? Hvaða vef hefur hún spunnið mér, könguló örlagana, í rökum kjallara handanheimsins?
Ég veit það ekki krakkar, svei mér þá.

Mig langar til að tileinka þessa færslu henni Þórunni frænku minni sem átti afmæli fyrir.. tjah, svona tveimur tímum. Hetjan hún Tóta hefur borið harmaþunga tilverunnar á herðum sér í heil 26 ár og það sér ekki högg á vatni! Ég kom í kaffi til hennar í dag og færði henni gjafir, einsog vitringarnir frelsaranum forðum, og Tóta hló og kissti hann Pésa sinn sem hniklaði brýrnar og ræksti sig.
Á sama tíma keypti Marta gamla nýmjólkurfernu af honum Gunnari í Kjötborg. Hana grunaði ekki að það yrði hennar síðasta ferna.

-- Skreif Gulli kl.02:13 -- 0 Komment