Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, apríl 01, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Er maðurinn nýr, eða er hann bara átakarými gamalla hugmynda? Þarf hann að flokka til að skilja, eða er sannur skilningur alltaf ómeðvitaður? Er lausn lífsgátunnar að finna í hinum efnislega heimi, eða innra með okkur sjálfum?
Í næstu færslum mun ég leita svara við þessum spurningum og mörgum öðrum, ekki með því að benda á staðreyndir, heldur með öðrum spurningum því það er mín trú að hin endanlega niðurstaða sé ein og hin sama fyrir alla hluti: Sannleikurinn, með stóru essi.

Annars var ég að fá útborgað, einsog kannski fleiri, og ég væri til í að halda uppá það með bíóferð í kvöld. Eða kannski bara ísköldu kvikindi á barnum.
Eruði geim?

Er það rétt að Hjörtur sé að koma til landsins í dag, eða er það bara viðbjóðslegt aprílgabb? Önnur góð spurning í tilefni dagsins. Gleði eða vonbrigði? Við komumst að því uppúr klukkan átta í kvöld.
-Stei tjúnd!-- Skreif Gulli kl.13:24 -- 0 Komment