Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, apríl 21, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Ég hef heyrt að þegar högnar eru geldir eigi þeir það til að fitna fram úr öllu hófi. Ástæðan ku vera sú að líf þeirra gengur út á að fullnægja tveimur grundvallar þörfum: að borða og eðla sig. Sé annarri þörfinni útrímt er hætt við að of mikil orka fari í að uppfylla hina.
Maðurinn hefur hinsvegar sankað að sér nýjum þörfum, eða fíknum í efni á borð við koffín og nikótín. Með hjálp þessara efna getum við fundið til fullnægðar mun oftar en hinar óæðri skepnur í kringum okkur.
..og nú fæ ég mér kaffi, svona fyrst það er komið hádegi. Fyrst eitt ljóð:

Í tíbrá draumanna
erum við einsog stolnar ljóðlínur
þú einsog þú varst þá
ég einsog ég er nú
og veruleikinn á ekki erindi við okkur
í tíbrá draumanna

-- Skreif Gulli kl.11:21 -- 0 Komment