Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, apríl 27, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Hæ.
Í dag á ég að vera að læra og þessvegna hef ég hengt upp þvott, sett í þvottavél, vaskað upp, saumað tölur á skyrtu, fjarlægt axlarpúða úr jakka, handþvegið eina húfu, tekið til í herberginu mínu og brotið saman hreint tau. Inn á milli hefur mér þó tekist að skrifa nokkrar línur í smásögu sem ég þarf að skila bráðum, ef kennarinn tekur við henni svona seint.

En nóg um mig. Hallgerður móðir mín er nefnilega farin að blogga aftur eftir langt hlé. Hún og pabbi eru nú í Kaupmannahöfn því pabbi er að fara að verja Doktorsritgerðina sína á föstudaginn. Fylgist með á bloggsíðu Hallgerðar.

Ég veit um tjörn, langt í burtu, svo kyrrláta að jafnvel kríurnar hafa sig hljóðar.

-- Skreif Gulli kl.16:29 -- 0 Komment