Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, apríl 29, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Maður á bara heima á Bókhlöðunni þessa dagana. Ég var að lesa áðan um bókmenntir á galdraöld. Skondinn þessi hófsami og minimalíski stíll í trúarofstækisritum. Eitt ritið heitir t.d. Lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins og annað Einn lítill sermon um Helvíti.
Ég er sko að lesa um bókmenntir íslenskar 1600-1800. Það sem veldur mér mestum erfiðleikum eru nöfnin sem ég þarf að muna sem eru örugglega í kringum 50 talsins. Og allir heita Jón! Einsog til dæmis Jón Magnússon sem skrifaði píslarsöguna og lét brenna þá feðga Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri. Svo er það hann Jón Jónsson sem Svíar stálu og settu til mennta, Jón Ólafsson skrifari Árna Magnússonar, Jón Halldórsson í Hítardal, Jón Egilsson sem skrifaði Biskupaannála, Jón Eggertsson á Ökrum... og þeir eru fleiri, en ég hætti hér til að drepa fólk ekki úr leiðindum.

Vonandi fannst ykkur þetta fróðlegt

-- Skreif Gulli kl.18:59 -- 0 Komment