Gundlungur bloggar heiminn
laugardagur, apríl 10, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Svarfaðardalur er lítill og ljótur
Og liggur að auki á vitlausum stað

Svona kvað eitthvert ómennið um þennan fagra stað hvar ég nú dvel, í góðu yfirlæti, nýbúinn að troða mig fulllan af svínakjöti og kökum, víni og kaffi.
Páskarnir eru góðir því á páskunum fer ég norður og fyrir norðan borða menn meira en annarsstaðar. Hér drekka menn líka meira. Foreldrar mínir koma hingað klifaðir áfengum veigum og eru meira og minna að hella í sig allan helvítis daginn.
Ég líka. Ég leik það eftir sem fyrir mér er haft.

Innan stundar förum ég og Tóti líklega upp í Laugarstein og hittum Hulla&Þorra, Friðrik&Tinnu og kannski Ara líka. Þar munum við sötra öl. Svo munum við halda áfram drykkjunni í Sundlaug svarfdæla, berstrípuð og blaut.

Fokkíng Páskarnir maður

-- Skreif Gulli kl.21:41 -- 0 Komment