Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, maí 11, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Sjálf atburðarásin, milli aðdraganda og eftirmála, varð að engu og uppbygging sögunnar breyttist fyrirvaralaust í niðurlag, líkt og ekið væri yfir hraðahindrun á Suðurgötunni.
Líkt og Keilir í baksýnisspeglinum.

Ég gerði reyfarakaup í Kolaportinu um daginn. Smekklega klæddur maður af ítölskum uppruna var þar að selja af sér gömul föt og ég náði af honum fimm klæðum fyrir 400 krónur samanlagt. Það voru þrennar buxur, skyrta og jakki á 80 krónur stykkið!
Er nema von að kaupmaðurinn á horninu fari á hausinn þegar helvískur ítalinn er kominn í Kolaportið?

-- Skreif Gulli kl.17:06 -- 0 Komment