mánudagur, júní 07, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Sæl verið þið, tryggir lesendur þessa bloggs, hver sem þið eruð. Hægfara hækkun á teljaranum er eina sönnunin fyrir tilvist ykkar, ef frá eru taldar einstaka athugasemdir í gestabókina.
Næstum mánuður frá síðustu færslu og líklega fáir sem ennþá nenna að kíkja á síðuna. Ég vona að með samfelldum skrifum næstu mánuði takist mér að ná upp ásættanlegri umferð og skora því á ykkur að kíkja hingað oft á dag. Hér verða skemmtisögur, brandarar, mataruppskriftir og margt fleira.
Fróðleikskorn: Léreft er dregið saman úr fornu orði,
línreft, sem samsett er úr orðunum
lín og
reft sem merkir
klæði. Það er leitt af sögninni að
rífa og samsvarar orði í fornensku sem merkir
kápa eða
slæða.
Léreft er því
lín-rift eða
klæði úr líni, en hefur síðan færst yfir á efnið yfirleitt.