föstudagur, júlí 16, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Það hefur einhver lurða verið að ágerast í mér síðustu daga og í morgun vaknaði ég svo úldinn og kvefaður að ég ákvað að hringja mig inn veikan í vinnuna. Þennan veikindadag ætla ég svo að nýta til að vinna eitt og annað smálegt heimafyrir. Ég þarf að þvo föt og prófarkalesa fyrir Þjóðminjasafnið, hringja í bankann og svona hitt og þetta. Dagurinn hefur fram að þessu farið í gítarglamur og kaffidrykkju en nú er mál að linni. Nú tek ég einn leik í Tetris og svo tekst ég á við kvunndaginn.